Jæja gott fólk. Hér er ég mættur á ný. Síðustu tvær vikur hafa verið algjör kleppur. Tölvuveirur til vinstri, tölvuveirur til hægri og allt um kring. Síðan mánudag í seinustu viku hef ég afgreitt um 400 símtöl vegna ýmissa veirupósta. Hér hefur allt verið gjörsamlega brjálað út af tölvuveirum og almennri örvæntingu yfir því að Internetið sé að deyja.
Nú er ég búinn að eyða tveimur vikum í að róa fólk niður og segja þeim að á morgun kemur nýr tölvupóstur eða það kemur póstur eftir þennan dag.

Þannig að ef þið eruð í vandræðum þá í fyrsta lagi "Don't panic". Þetta er ekki pípulögn að gefa sig inn á baði eða heddið að gefa sig í bílnum. Þetta er bara já bara tölvan. Takið nettengingu úr sambandi og hringið í mig eða farið á www.f-prot.com og finnið leiðbeiningar þar.

Svo er maður búinn að vera í Vöruhótelinu að vinna þar á kveldin. Ég sakna Sólrúnar og barnanna verulega virku dagana þar sem maður kemur bara heim til að sofa.

Bækur sem munu aldrei verða skrifaðar:

"Máttur hnefans" Jason Kidd og OJ Simpson samtalsbók um uppeldismál og samskipti hjóna.

"Þyngdaraflið er ekki vinur minn" Minningarbók Fallhlífafélags Íslands.

"Komdu snöggvast Snati minn" Ljóðabók Kattarvinafélagsins.

"Loksins komst ég að heiman" Hin sanna Ferðabók TyrkjaGuddu.

"Bók um siðfræði" Árni Johnsen.

"Fékk það óþvegið" Efnalaug Íslands.

jæja ég krota kannski meira síðar. Vinnan kallar á ný.

Ummæli

Vinsælar færslur